mánudagur

Góður vinur getur gert kraftaverk...eða sett saman tölvu
Ég þarf að kaupa tölvu. Maður skilar ekki BA-ritgerð handskrifaðri bundinni saman með rauðu garni eins og í gamladaga. Því þarf ég að punga út um 100 þús fyrir grátt plast sem suðar leiðinlega í. En ég á góðan vin. Hann heitir Hrannar og sagði mér í gær að hann myndi bara setja saman eina tölvu fyrir slikk. Ég verð að finna eitthvað fallegt til að gera fyrir hann í staðinn. Ég læt eina góða vísu úr Hávamálum fylgja hér:

Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home