Er verið að reyna að drepa mann hérna?
Ég setti léttsúrmjólkina í skál og fann múslí á borðinu sem Guðni hafði keypt. Fannst þetta vera ágætis hollustumorgunverður fyrir mig sem er orðin feitar en mamma mín sem er 53. Brá því heldur betur þeagar ég stakk fyrsta bitanum upp í mig og fann óvenju sætt bragð af einhverju sem átti að vera frekar vont. Og viti menn, Guðni er að reyna að drepa mig! Hann keypti múslí með SÚKKULAÐI! Hann vill augljóslega byggja upp Kárahnjúka-kransæðastíflu í æðakerfinu mínu eða þá er hann að vona að ég verði eins og flóðhestur í brúðarkjólnum. Bannað! Bannað segi ég!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home