föstudagur

Litla unglingahjartað í mér tók auka kipp...
Þegar ég las í mogganum að gerður yrði 10 year reunion þáttur með flestum upphaflegu krökkunum í Beverly Hills. Brandon, Brenda og allir hinir. Brandon var sko minn gæi. Ég var alltaf límd við skjáinn á miðvikudögum og það fór fiðringur um mig alla þegar upphafsstefið byrjaði. Þau voru svo sæt og rík og skemmtileg og ég tók auðvitað ekkert eftir því að þetta var þrítugt fólk að leika sextán ára unglinga. Nei ó nei, ég setti sko allar myndir af þeim uppá vegg sem ég fann í ABC og sendi Steve aðdáendabréf því ég hafði lesið að hann svaraði mörgum með símhringingu. Svo hætti þátturinn að vera skemmtilegur einn dag og Melrose Place gerði aldrei það sama fyrir mig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home