Próf
Fór í próf í amerískum 19. aldra bókmenntum í morgun. Það gekk bara vel og þakka ég það alveg snilldar study group sem ég var í. Tveir vinir úr enskunni, Bayene og Dísa, eru með mér í þessu og við kryfjum allt til mergjar. Og það er alveg ótrúlegt hvað þrír heilar í sitthvoru lagi eru miklu minna virði en summa þeirra. Það bara gubbaðist uppúr okkur snilldin þegar við sameinuðum visku okkar. Vonandi verður einkunnin mín í samræmi við það. Næsta próf er ekki fyrr en 12. maí og núna er því bara slakað á og svo er ég að fara í partí í kvöld. Jibbý!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home