föstudagur

Seinheppnir frambjóðendur
Ég var uppí í búð áðan og fyrir framan hana voru tveir frambjóðendur að afhenda bæklinga með kosningaáróðri. Þeir buðu fólkinu fyrir framan mig góðan daginn og réttu þeim snepil. Síðan var komið að mér. Ég bauð góðann daginn og beið eftir að að mér yrði otaður bæklingur. En ekkert gerðist. Ég lét á engu bera og hélt áfram inn í búð. Þá heyrðist í örðum frambjóðandanum "Þessi var nú ekki kominn með kosningarétt" !!!!!! "Neeei" svaraði hinn rólega. Ég átti bágt með mig og var alveg að springa allan tímann inni í búð. Ég vissi alltaf að ég væri ungleg, en kommon, ég lít ekki út fyrir að vera 17 ára (eða yngri..)! Er það? Á leiðinni út passaði ég mig sérstaklega að líta húsmóðurlega út með bíllykla og fullan poka af grillmat. Mér var líka hugsað til kvittunarinnar vegna fyrstu afborgunarinnar af íbúðinni sem var í veskinu mínu. En ekkert gerðist. Sem betur fer eru mörg ár síðan ég hætti að láta það fara í taugarnar á mér að ég væri barnaleg. Betra en að vera kellingarleg segi ég. Vona bara að það endist út ævina.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home