þriðjudagur

Veglegar gjafir
Ég rabbaði við stelpurnar í unglingastarfinu um hvað þær hefðu fengið í fermingargjöf. Nánast allar fengu DVD OOOG tölvu, heimabíó eða útlandaferð frá foreldrum sínum. Mér reiknaðist til að mjög fáar hefðu fengið fermingargjafir frá foreldrum fyrir minna en 100 þús. Fyrir utan þetta voru nokkrar búnar að fá nýtt inn í herbergið sitt. Það er því ljóst að velferðin nær til blessaðra unglingana og ekki annað hægt að segja en gjafirnar hafi verið veglegar. Mér finnst ekkert vitlausara að eyða í unglingana en eitthvað annað og hef aldrei heyrt um ungling sem fór yfirum vegna gjafmildi ættingjanna, því segi ég "til hamingju með gjafirnar og munið að þakka vel fyrir ykkur". Vonandi sitja foreldrarnir samt ekki eftir með tómt veski það sem eftir er ársins og afborganir á VISA til ársins 2008.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home