Steik
Mér er boðið út að borða í kvöld af foreldrum mínum. Þau eru æði. Þau ætla með okkur krökkunum á Hereford Bistro þar sem fást steikur. Við höfum nokkrum sinnum lagt leið okkar á HB við Tivoli í Köben og það var lengi vel eini staðurinn sem hún móðir mín gat borðað nautakjöt. Mamma er sérlega matvönd. Núna er HB komið til landsins og spennandi að sjá hvort það stenst samanburð. Mamma og pabbi fóru um daginn og voru ánægð. Góðar steikur eru nauðsynlegar svona einstaka sinnum. Mikið meira er bara ógeð.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home