þriðjudagur

Aftur um söfn sem kennd eru við bækur
Ég sagði frá því einhverntímann hér á blogginu að ég ætti í opinberu ástarsambandi við bókasöfn. Ég fór á safnið í dag og fór að gramsa í töskunni eftir skírteininu. Það fundust hvorki meira né minna en 3 skírteini. Bókhlaðan, Borgarbókasafnið og Kópavogssafnið. Ég áttaði mig á að ég yrði að taka mig á, fíkn mín hefur náð yfirhöndinni. Ég get ekki elskað öll þrjú!
P.s það er sænsk menningarvika á Borgó niðrí bæ.
P.p.s Borgó er áskrifandi að O-magazine
P.p.p.s Ísfólkið finnst í heild sinni í Kópavoginum
p.p.p.p.s Það kostar 300 krónur að leigja nýja spólu í Kópó og Borgó

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home