þriðjudagur

Mannlífsgreining
Fólki má skipta í tvo hópa. Baðfók annars vegar og svo hina sem fara aldrei í bað. (hér er átt við bað í merkinguni baðkar) Ég vil ekki skilgreina aðra eiginleika baðfólks sem tengir það saman að öðru leiti. Ég er baðkona. Gerði það skilyrði við íbúðarkaup að hafa gott kar. Vil hafa baðið um 35 gráður, vel fullt og ekki er verra að hafa baðolíu ofaní. Mér er illa við freyðiböð. Manni verður kalt af froðunni. Ég verð pirruð á baðkúlum sem leysast illa upp. Annaðhvort vil ég því sölt eða bara basic olíu. Svo á ég líka baðbusta og svamp. Fer Ásdís þá aldrei í sturtu kann fólka að spyrja? Jú, gjarnan. Hitt er bara miklu betra. Ódýr munaður fyrir okkur "bon vivant" týpur. Jæja, verð að fara. Það er alveg að verða fullt, baðið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home