Sálufélagi?
Einhversstaðar úti í hinum stóra heimi er einhver sem hefur sama smekk og ég. Hvernig komst ég að því? Jú, út er komin bók sem byggð er á málverki eftir uppáhalds málarann minn, Jan Vermeer Van Delft. Gott og vel, það er svo sem ekkert merkilegt svona eitt og sér. En svo bætist við að verið er að gera kvikmynd eftir bókinni, og hver leikur Vermeer? Mr. Darcy!! (Colin Firth) en Mr. Darcy er uppáhalds karl karakterinn minn úr uppáhaldsbókinni minni (Pride and Prejudice) og Colin Firth er...jah, þarf ég að segja meir?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home