sunnudagur

sjálfselskar jólagjafir
Er til einhver kjánalegri jólagjöf en að gefa sínum nánustu mynd af sjálfum sér, uppstækkaða í ramma svo að enginn þori að stinga henni bara niður í skúffu heldur er tilneyddur til að hengja hana upp á vegg? Það er einmitt það sem ég ætla að gera. Og til að bæta gráu ofan á svart þá er ég líka að láta gera 60 eintök af mér og Gussa að hlaupa undan hrísgrjónakasti til að setja í jólakort til vina og vandamanna. Þeir kalla þetta víst sjálfhverfu, fræðimennirnir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home