miðvikudagur

Snilldarverk shmildarverk?
Ég verð að segja, hálfhrædd, að ég kann hreint ekki að meta Don Kíkóta. Bestu skáldsögu í heimi að mati margra gagnrýnenda. Ég var alveg spennt að byrja á henni fyrir um 2 mánuðum en mér miðar lítið áfram. Las PÍ og Reisubók Guðríðar Símonardóttur (báðar afbragðs bækur!!) til að stytta mér stundir á milli þess að ég reyndi við Don Kíkóta. Ég er reyndar bara búin með um 200bls í fyrra bindinu en mér finnst að bók verði að geta gripið mann á 100 síðum. Ég held þó í vonina að nú fari eitthvað að gerast. Ekki það að bókin sé ekki vel skrifuð og vel þýdd. Það er bara söguþráðurinn, og ég hef ekki hlegið nema svona tvisvar (og ég held hún eigi að vera fyndin). What am I missing here?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home