sunnudagur

Kult/kúltúr
Ég var í Kolaportinu í dag. Unglingaklúbburinn var að selja skran fyrir Danmerkurferð. Merkilegur þessi staður. Ef ég væri mannfræðinemi mundi ég gera verkefni um Kolaportið. Þar er fólk, sem lítur ekki út fyrir að eiga mikla peninga, sem eyðir fullt af hundraðköllum í dót (drasl?) sem aðrir finna í geymslunni sinni. Stelpurnar seldu fyrir 23 þús! Og flestir hlutirnir kostuðu hundraðkall. Best að kaupa plast snúbbíkall með ekkert notagildi. Og Tinna sparibauk, læstum en með engum lykli. Þetta er auðvitað ákveðin kúltúr að vera Kolaportsmanneskja. Og ég er auðvitað mjög ánægð að einhver keypti þetta dót. Og ekki leiddist ungu dömunum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home