Danke schön
Þórey Sif Brink Harðardóttir, konan með stóra nafnið, var með þetta líka rokkna afmælisboð í gær. Það var gaman. Ég spjallaði við Völu um arkítektúr, heyrði skoðanir Berglindar um Evrópurétt og hlustaði á Hildi Eddu tala fjálglega um óréttmæti kóngafjölskyldna. Svo strauk ég bumbuna á Erlu og ræddi við Kristínu um gjaldkerastarfið og Kópavoginn. Og þetta er aðeins brot af því besta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home