Brúðkaup x2
Við Danir (en þeirri þjóð tilheyri ég að einum fjórða) erum alveg svakalega ánægðir með nýju fallegu prinsessuna okkar hana Mary og mikið var Friðrik frændi minn krúttlegur með tárin í augunum. Engin þjóð er jafn kóngakreisí eins og baunarnir, enda amma búin að sitja við skjáinn með stillt á DR1 síðan kl 8 í morgun...og er enn að ef ég þekki kellu rétt.
Sjálf er ég að fara í brúðkaup á morgun, þó það verði öllu íburðarminna en alveg örugglega jafn fallegt og sennilega miklu skemmtilegra en hið danska. Það er Margrét Ólöf sem verður gefin sínum suðræna draumaprinsi í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð á morgun.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home