miðvikudagur

Pikkföst
Ég sat límd við bókina Memoirs of a Geisha í síðustu viku. Einstök lýsing á lífi konu í Gion hverfinu á stríðsárunum. Ótrúleg sagnagáfa og sögulega trúverðug. Mæli eindregið með henni.
Og svo virðist sem þessi síðasta ferð mín á bókasafnið hafi verið sérlega góður túr, því frá því ég lokaði Geishu þá hef ég ekki sofið né borðað af spennu yfir Outlander. Sú flokkast sennilega undir "léttar" bókmenntir en ég get bara ekki gert af því að ég fell alltaf fyrir múskla-mönnum sem bjarga konum í nauðum og kyssa þær svo ástríðuþrungnum kossum. Staðreynd málsins er bara sú að mér er alltént jafn vel skemmt yfir sjoppukiljum eins og heimsklassabókmenntum. Og ég hef ekki í hyggju að ráðast gegn þessum menningarlega tvíbyrðingi mínum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home