miðvikudagur

Þarfir
Ég hef aldrei fundið fyrir löngun eða þörf fyrir því að eiga fartölvu. En það breyttist í gær. Ég sat aftast í kennslustofu í Borgarholtsskóla og var að rembast við að punkta niður með penna og stílabók á hnjánum. Var í áheyrn hjá leiðsagnarkennaranum mínum. Mér var litið upp á stúlkuna sem sat fyrir framan mig, 17 ára píu. Hún var bara að glósa voða pent og snyrtilega og fljótlega á fallegu svörtu tölvuna sína. Og mér var hugsað til þess að þegar heim væri komið þyrfti ég að pikka alla punktana inn í heimilistölvuna. Þá hugsaði ég: Mé langa sona!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home