þriðjudagur

Flottræflar í framhaldsskóla..
...hundalíf í háskóla. Við Guðni vorum að rifja það upp hvað við vorum miklir flottræflar fyrir sjö árum. Þá vorum við búin að vera saman í eitt ár. Við héldum uppá daginn með því að fara fínt út að borða og Guðni gaf mér árskort í Borgarleikhúsið sem gladdi okkur mjög. Það er af sem áður var, því nú á fimmtudaginn á ég von á að við sama tilefni finni ég kannski einhverja skemmtilega uppskrift í Thailensku matreiðslubókinni og Guðni gefur mér eflaust koss á kinn. Maður er aldrei eins ríkur (lesist "án afborganna") eins og í menntó, og aldrei eins fátækur eins og í háskóla.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home