laugardagur

Mahút með meiru!
Í gær settist ég á bak hinnar 35 ára gömlu fílastelpu Samawa. Telpan sú var mikið átvagl og stoppaði oft til að rífa upp svona eins og dágott birkitré til að nasla á. Svo spurði fílatemjarinn (eða mahútinn) hvort við vildum synda með fílunum. Já já, er þetta ekki bara smá busl. O, ekki nei. Þegar útí fljótið var komið varð fílunum heitt í hansi og veltu sér um og fóru í kaf. Skemmtu sér konuglega. Þetta endaði auðvitað með því að við duttum öll af baki og ég synti ekki bara með fílunum, heldur líka með risa risa kúkunum sem fílastelpan ákvað að kúka þegar ég var að reyna að synda í straumharðri ánni. Svo á leiðinni heim fór mahútinn af baki og ég stjórnaði skepnunni af mikilli fimi, að mér fannst. Einstök upplifun verð ég að segja.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home