miðvikudagur

Til lukku Reykjavík
Hún á ammli í dag. Ég hugsaði til borgarinnar minnar í gær þar sem ég sat í Túktúk (þríhjóla opinn leigubíll) í hávaðanum í miðborg Bangkok. Það var hitamolla og mengun og bílstjórinn sem hafði reynt að græða á okkur big time tróð sér milli bílanna sem stóðu í umferðarflækju. Þetta var allt mjög framandi og ferlega spennandi. Gaman og lærdómsríkt. En skyndilega fannst mér Reykjavík sko engin borg, bara svalt sveitaþorp. Og ég held mér líki bara fínt að eyða ævinni í sveitinni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home