fimmtudagur

Leikur sá er mér kær
Það er alltaf sérstök stemmning fyrstu dagana í september. Alveg spes tími. Núna ætla ég að læra að verða kennari og er í nýrri deild, (fyrir mér) Félagsvísindadeild. Hildur er búin að lofa mér að vera memm í frímó því hún er líka í féló. Það er aldrei leiðinlegt að byrja aftur í skólanum og þetta er átjándi veturinn minn í námi. Hitta skólafélagana og kaupa skóladót (sú gleði fer þó minnkandi með árunum því það þykir ekki viðeigandi að velja sér Hello Kitty pennaveski þegar maður er í háskóla). Svo byrjar æskulýðsstarfið aftur eftir sumarfrí og ég mun hitta nýju fermingarbörnin á sunnudag, góður árgangur segja kunnugir. Ég er spennt yfir þessu öllu og finn á mér að skemmtilegur vetur er í nánd.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home