miðvikudagur

Hjálpi mér allir heilagir
Sjúkrasaga Guðna hefur verið mikil og dramantísk síðustu vikur. Hann byrjaði sumarið á að kaupa sveppalyf fyrir tugi þúsunda vegna sýkingar í litlutánni. Svo var það nú bakvesenið sem sér vart fyrir endan á en drengurinn mætir nú í strekkingu einu sinni á dag til að teygja á lundunum. Les fillets de l´homme! Vegna verkjanna hefur hann verið að taka öflug verkjalyf sem sögð eru geta valdið magasárum. Því varð mér ekki um sel þegar hann lét mig strjúka yfir magann á sér áðan. Rétt fyrir ofan nafla var að finna einhverskonar gúlp eða þykkildi undir húðinni. Guðni fór því á heilsugæsluna þar sem læknirinn vildi fá hann aftur eftir viku til að athuga málið en líka til að sprauta hann fyrir heilalömun! Hvað verður það næst? Jammendá!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home