Í andlegu verkfalli
Ég ákvað að fara í verkfall seinnipartinn eftir annasamann dag. Þetta byrjaði með fegurðarblundi, hélt áfram með kvöldfréttaglápi, pulsupastaáti og dásamlegum þætti af Gilmore girls. Og eftir smá stöðvaflakk byrjaði svo Judging Amy. En hálfvitarnir á Skjá einum fatta hreinlega ekki hvað fólk í andlegu verkfalli stóla mikð á sjónvarpsdagskrána. Því þeir sýndu GAMLAN ÞÁTT!! Ohhhh, ég varð alveg ýkt fúl og sagði skilið við heimilisaltarið. Alveg búið að eyðileggja gott gónkvöld.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home