fimmtudagur

Frí heilbrigðisþjónusta?
Í dag greiddi ég átján þúsund íslenskar krónur fyrir að láta sauma fyrir gatið á manninum mínu. Nei, ekki það gat. Þetta var gat á mallanum hans sem átti alls ekki að vera þar. Þar með bætist enn á þann reikning sem Guðni er í fullu starfi við að skapa með ýmsum kvillum sínum.
Kannski ætti ég að vera þakklát. Samfélagið greiddi jú aðrar átján þúsund krónur til að mæta sínum hluta kostnaðarins. Og ekki vill maður nú setja prís á heilsu síns ekta manns. Ég þakka ykkur skattgreiðendum fyrir ykkar hlut og vona bara að efnahagur okkar hjóna, jafnt sem þjóðarinnar allrar, leyfi frekari krankleika sem Guðni gæti fundið uppá.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home