sunnudagur

Lögmál Murphy
Ég byrja í æfingakennslu á morgun. Allt í lagi með það. Búin að undirbúa fína kennslustund um letidýr. Nema hvað, ég er með þessa líka rokkna hálsbólgu og kem ekki út úr mér orði án þess að hljóma eins og unglingsdrengur í mútum. Verð þá bara í stíl við strákahópinn sem ég er að fara að kenna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home