Allt gott!
Ég er afar þakklát fyrir tvær himnasendingar sem koma sér vel.
Síðasta prófið mitt sem átti að vera 21. des var fært þangað til eftir áramót! Ég hafði tvo daga til að lesa fyrir það og hefði aldrei meikað það. Kyss Kyss Guðrún kennari.
Guðni keypti handa mér svona eins og þrjá hvíta kanínufeldi, haganlega saumaða saman, til að hafa á hausnum á mér í gaddinum. Einn fyndin samnemandi minn spurði mig hvort ég hefði drepið síðasta snæhlébarðann. Múhahah! Fólk hefur verið að öfundast út í mig fyrir að eiga svona rarítet. Ég segi það er tvennt í boði. Kíkja í gæludýrabúðir (já ég veit, þetta er ljótt!) og kaupa nokkrar hvítar krúsubollur, en þetta vill verða frekar subbulegt og eykur ef til vill ekki löngunina í að ganga með húfuna. Í annan stað er að fara til Moskvu og versla eina fyrirfram tilbúna úr skottinu á gamalli Lödu við Rauða torgið. Kyss kyss Guðni.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home