Eigindleg rannsókn
Við Guðni erum í sameiningu að kanna viðbrögð fólks við hárleysi hans. Þetta er alveg dásamlega spenandi tími og á hverjum degi spyr ég spennt hvern hann hafi hitt og hvernig þeir brugðust við.
1# "Af hverju" fólkið það er ekki mikið að spá í fagurfræðina en heldur gjarnann að Guðni eigi í persónulegri krísu.
2# "þetta er hræðilegt" fólkið, það telur að Guðni hafi rakað hárið vegna skerts fegurðarskyns og þess að hann kunni ekki gott að meta.
3# "Þetta er kúl" fólkið, sem er a)annaðhvort mjög kurteist eða b)staðlaðar fegurðarímyndir trufla þau ekki.
Ég mun svo að rannsókn lokinni draga saman niðurstöður og þroskagreina.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home