Um daginn...
...fór ég á hárgreiðslustofu. Þar tók á móti mér ungur strákur. Hann var af asískum uppruna og talaði með sterkum hreim. Ég hugsaði um það þegar hann þvoði á mér lubbann hvað ég væri heppin að búa í þjóðfélagi þar sem útlendingar væru boðnir velkomnir og þar sem þeir gætu tekið þátt í atvinnulífinu. Sá bara fyrir mér kók-jólaauglýsinguna gömlu og allir voða hamingjusamir í fjölmenningarþjóðfélagi. Sjálf er ég nýbúi/síbúi í þriðja ættlið og hef aldrei mætt fordómum. Daginn eftir klippinguna var svo birt skýrsla um að íslendingar væru fordómafyllri en rauðhnakka repúblikanar frá Texas. Og færu hríðversnandi. Ég var með bjálka í auganu! Ég bíð bara eftir að fólkið í stigaganginum geri aðhróp að mér þegar ég tek upp eplafleskið um jólin.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home