Loksins...
...hef ég getað lokað jólabókunum nógu lengi til að blogga. Af fyrri reynslu var ég viss um að ættingjar mínir myndu senda mig í bókajólaköttinn og fór því á bókasafnið á Þorlák. En viti menn, ég fékk Klisjukenndir, PS. ég elska þig og Ellefu mínútur. Búin með PS...fín, en alveg hræðilega illa þýdd...fáið ykkur hana á ensku. Nema þið skiljið hvað refhvörf eru! (orðið kemur fyrir í bókinni og á að koma út úr munni ungrar konu! As if.) Auk þess fékk ég meðal annars frá minni gjafakreisí fjölskyldu: ilmvatn, krem, nærföt (þessi frá ömmu auðvitað), straujárn, nælu, borðgrill, handklæði, konfekt, skál, lak, tölvutösku, dekurdag og margt annað huggulegt. Ég slæ hátt upp í fimm ára einkabarn í pakkafjölda. Takk fyrir mig.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home