miðvikudagur

Toyota
Í morgun mættum við með bílinn okkar í skoðun niður á Nýbílaveg. Við vorum þreytt því klukkan var 7:50 og uppdúðuð því við gerðum okkur líkleg til að taka gulan volvo niður í háskóla. En viti menn, við mættum á svæðið, gæddum okkur á ilvolgum vínarbrauðum, ég gluggaði í blöðin meðan Guðni græjaði skoðun og svo var okkur skutlað á áfangastað í huggulegum einkabíl sem ökumaðurinn nefndi þjónustubifreið. Hann bauð okkur svo að hringja þegar við þyrftum far aftur uppeftir. Allt var þetta innifalið í þjónustu Toyota. Ég verð að segja að allt kom þetta mér ánægjulega á óvart. Sérstaklega vínarbrauðið því ég er svo ginnkeypt fyrir kruðeríi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home