laugardagur

Bros dagsins...
...fær grey maðurinn sem átti að gera við uppþvottavélina á kaffistofunni hjá systur minni. (hún vinnur á Keldum, tilraunastöð ríkisins). Hann algerlega harðneitaði að stíga inn fyrir hússins dyr, því þar væri allt morandi í miltisbrandi. Þegar hann hafði verið hughreystur fékkst hann til að koma inn í kaffistofuna. En hann taldi sig vera í bráðri hættu ef hann vogaði sér inn á kontor. Ekki veit ég hvernig hann útskýrði að starfsmenn væru allir sprelllifandi og án einkenna. Kannski heldur hann að Miltisbrandur sé köttur sem fær að kúra í kjöltum líffræðinganna á meðan þeir skrifa skýrslur, og klórar bara ókunnuga iðnaðarmenn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home