þriðjudagur

Gamall draumur
Þegar ég var um 8 ára aldurinn fóru mamma og pabbi til útlanda og eins og þeirra var vona og vísa komu þau með glaðning handa okkur systrum til baka. En þetta ákveðna skipti er mér minnistætt vegna þess að gjöfin var sérstaklega vegleg í augum mínum. Þetta var Packman tölvuspil með stórum skjá og litlum joystick. Og það sem meira var, þau lýstu fjálglega hinni miklu gósenveröld sem leikfangabúðin var þar sem gjöfin var keypt. Sú flottasta í heimi sögðu þau, á nokkrum hæðum. Hamleys. Við systur trúðum vart eigin eyrum. Ég ákvað samstundis að ég ætlaði að heimsækja þennan mikla og fræga stað. Og nú mun draumurinn loks rætast, því ég fer til London, í fyrsta skipti, á laugardaginn. Komin tími til, hefðu einhverjis sagt, með gráðu í ensku og allt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home