fimmtudagur

Martröð í paradís
Ekki datt mér í hug að litla friðsæla paradísareyjan Phi Phi ætti eftir að koma á forsíðu Fréttablaðsins eins og gerðist í fyrradag. Þetta var mynd af körfuboltavelli sem hafði verið breytt í þyrlupall og verið var að flytja slasaða á brott. Við Guðni örkuðum einmitt þar yfir í sumar þegar við vorum að leita að gistingu. Við leigðum okkur lítinn kofa sem var varla nema tuttugu metra frá ströndinni. Það er nokkuð ljóst að sá kofi stendur ekki ennþá. Byggðin er öll á 100-200 metra breiðri og kílómetra langri sandræmu sem er á milli tveggja kletta. Það er því erfitt að flýja nokkuð, enda er tala látinna þaðan há miðað við stærð eyjunnar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home