Bryndís bloggar
Elskulega diddan mín er komin í sex vikna afvötnun á Vog. Nei djók, þurfti bara að krydda færsluna aðeins. Hún er í Halifax að rannsaka veirur. (Eins og það sé eitthvað skárra en að vera í meðferð :) Bryndís bloggar því í fyrsta sinn til að leyfa okkur að fylgjast með ævintýrum sínum í Kanada. Það er gaman, en við munum sakna hennar mjög. Hún er með lítinn kúlubúa með sér sem verður örugglega orðinn alveg risa þegar við sjáum þau næst. Kíkið á kelluna!
1 Comments:
Hæ Ásdís mín og fjölskylda
vildi bara kvitta fyrir, kíki stundum hingað og finnst voða gaman að sjá myndir af Nóa Pétri og lesa bloggið ykkar Guðna :)
Nú fer ég að lesa Bryndísar blogg líka...þarf að fara að læra þetta! finnst það ætti að fylgja námskeið í bloggi og heimsíðugerð með mæðraskoðununum :)
bestu kveðjur
Vigdis
Skrifa ummæli
<< Home