laugardagur

Maddaman


Friður sé með yður. Ég er orðin prestfrú og líf mitt hefur að sönnu tekið stakkaskiptum. Ég er alveg brjáluð í bakstrinum og gusa út úr mér marmarakökum og marengstertum. Gestgjafinn búinn að hafa samband og allt. Ég drekk bara súkkulaði með rjóma, te í algeru hallæri. Geng um með bleikrósótta svuntu og í skynsamlega háhæluðum skóm. Set alltaf á mig rauðan varalit. Búin að skipta út sófasettinu fyrir lekkera stóla með rauðu plussi og brydderingum.
Nei, annars. Það er ljótt að skrökva. En ég hef ótrúlega gaman af erkitýpum þannig að það er aldrei að vita nema ég reyni að tileinka mér eitthvað af ofangreindu með árunum. Gerði meira að segja heiðarlega tilraun með rauðan varalit í vikunni. Þangað til Haraldur Bolli fjögurra ára klessti honum vandlega á sig og drap hann. En það var þess virði því Halli var betri með hann en ég.
Annars var vígslan og veislan með afburðum vel heppnaðar og skelli ég einni mynd af séranum mínum stuttu eftir athöfnina okkur öllum til skemmtunar.

6 Comments:

At 2/7/06 7:56 e.h., Blogger Hildur said...

Heyrðu þetta var nú ekki einbert skrök, útsendari Gestgjafans er búinn að hafa samband við þig!

Til hamingju með titlana ykkar hjóna. Ég get ekki beðið eftir að vera sérstaklega boðin í hnallþóruveislu á alvöru prestssetri.

 
At 2/7/06 8:02 e.h., Blogger Ásdís said...

Jú jú, mikið rétt. Og ég er mikið að spá í hverja af hinum fjölmörgu kökuuppskriftum sem ég á í handraðanum ég eigi að gefa lesendum. ;)

 
At 3/7/06 6:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þegar Anna Birna sá þessa mynd af Guðna Má og félugum, sagði hún "Þetta er Jesú" ekki amarlegt fyrir Guðna að ná svona langt á fyrsta degi.

 
At 4/7/06 8:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð að segja að séra Guðni Már er sérlega huggulegur í hempunni þó það sé kannski ekki aðalatriðið. Til hamingju aftur og hlakka til að sjá ykkur fyrr en síðar!

 
At 4/7/06 8:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ps. þú verður að standa við stóru orðin og bjóða okkur í marengs!

 
At 9/7/06 11:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með sérann!

 

Skrifa ummæli

<< Home