mánudagur

Nei hættu nú Guðni Már!

Guðni er þekktur fyrir að vera naskur þegar kemur að peningamálum. Og sparar á ólíklegustu stöðum. En að stela auka toiletpappír, nei ég hefði haldið ekki. Ég flatmagaði við sundlaugarbakkann þegar mér var litið á mann minn og sá að upp úr sundbuxunum mátti sjá dágóða lengju af klósettpappír lafa niður úr buxnastrengnun. Þetta hafði hann valsað með um hálft hótelið. Greyið ætlaði víst ekki að drýgja tekjurnar heldur er hann bara nörd dagsins. Guðni minn, skeina, slaka á rasskinnunum og SLEPPA! Ekki bætti hann úr þegar hann settist á hótelrúmið sitt og braut helminginn af fótunum undan því og þurfti að kalla út húsvörðinn til að skrúfa á nýja fætur. Annars er ferðin fín og hressleiki í mannskapnum. Allir með tilheyrandi strandsand í skorum og fellingum.

3 Comments:

At 16/5/06 7:36 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Maðurinn þinn er snillingur.

 
At 16/5/06 8:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég legg til að Guðni fari að nota neðanþvottaskálar og hætti að nota klósettpappír.Einnig er spurning hvort Guðni ætti ekki að prófa spænska kúrinn því sá danski er ekki að virka sbr. rúm og útkall húsvarðar. Kv. Heimir í hitabylgju frá Íslandi og á Herbalife

 
At 16/5/06 12:16 e.h., Blogger Hildur said...

Nú er mér allri lokið. Ég hef alltaf verið hin mesta pempía varðandi sundlaugar, finnst ógeðslegt að baða mig með illa skeindu, flagnandi og sveittu fólki, en aldrei hefur mér dottið í hug að ég væri í baði með notuðum salernispappír, ég skal muna þann möguleika næst...

Takk fyrir afmæliskveðjuna annars, vinkona!

 

Skrifa ummæli

<< Home