mánudagur

Jibbý sumarfrí!


Eftir langt og strangt fæðingarorlof er ekkert annað í stöðunni en að fara til Spánar og slappa af. Á laugardag verður lagt af stað. Nói fékk passann sinn í dag. Sennilegasta sætasta mögg-shott í heimi.
Annars er ég orðin pínu upptrekt eins og móður sæmir. Nú er ég hætt að spá í hvort ég verði óheppinn og lendi við hliðina á ungabarni í flugvél. Nei, nú þekki ég örlög mín og bið til Guðs að krakkinn haldi ró sinni og að hendin á mér detti ekki af eftir að halda þéttingsfast um litla kútinn í 4 tíma. Var orðin heldur blóðlaus eftir örflug til Akureyrar þegar kallinn var 3 kílóum léttari.
Svo er það sólin. Brennt barn forðast sumarfrí með fjölskyldunni. Því er ég búin að handla inn sólgleraugu fyrir dverga, sólarvörn fyrir albínóa og sólhatt.
Annars ætla ég niður í geymslu að finna spænsku orðabókina mína...þarf að læra að segja setningar eins og "Hjálp, barnið mitt var stungið af geitungi!" og "Hafið þér matarstól fyrir börn á veitingastaðnum yðar?"

7 Comments:

At 9/5/06 6:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef ákveðið að hjálpa þér og set því upp orðabók sem gæti hjálpað þér.

Hafið þér matarstól fyrir börn á veitingastaðnum yðar? = Usted tiene una silla del bebé en su restaurand?

Hjálp, barnið mitt var stungið af geitungi = Ayude a mi niño fue picado por las abejas

Geturðu hjálpað mér að finna manninn minn, hann er týndur = Puede usted ayudarme a encontrar a mi marido, él se pierde

Eitt glas af Pepsi Max = Un cristal del máximo de Pepsi le agradece

Er möguleiki að það sé hægt að slökkva á textavarpinu á herberginu okkar? = Es posible que usted puede dar vuelta del txt TV en nuestro sitio

Það er gott að búa í Kópavogi = Su bueno vivir en Kópavogur

Besti vinur okkar heitir Kjartan Vídó og hann er frábær = Mi mejor amigo es Kjartan Vídó y él es el mejor

Elsku vinir hafið það gott í fríinu og ég vona að þessi orðabók komi sér að góðum notum.

 
At 9/5/06 7:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Halló Kjæru sólarfarar :) Langaði bara að óska ykkur brjálaðslegri skemtun og Góðs veðurs (án sólbruna).
Takið fullt af myndum svo ég geti séð í sumar. Annars getur ekkert farið úrskeiðis Ásdís mín, með þessa Vídós Orðabók.
Elsku vinir Nótið þess, verð með í anda :)
Margrét Rós

 
At 9/5/06 8:02 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þessi orðabók er ætluð Guðna í fríinu.

Ég er einn af eigendum Stoke City FC í Englandi = Soy uno de los dueños de alimento la ciudad FC en Inglaterra

Ég er einn af íslensku jólasveinunum = Im uno del santaclaus islandés

Viltu sjá þegar ég sparka í hausinn á sjálfum mér = Usted la desea cuando golpeo mi propia cabeza con el pie

Ég er fyrrverandi útvarpsmaður á FM
Gull 90.0 =Estrella de radio anterior Im en el oro FM 90.0

Kannastu við Jóa Kalla, ég spilaði með honum fótbolta þegar við vorum yngri = Usted conoce Jói Kalli, le conozco balompié del playd de I con él cuando era joven

Hvar get ég fundið sjónvarp með textavarpi á þessu hóteli? = el wher puede yo encuentra la TV con el txt TV en este hotel

Ég tala mjög góð spænsku, Kjartan Vídó vinur minn hjálpaði mér = Hablo varío a buenos españoles, mi amigo que Kjartan Vídó me ayudó

Hvar er klósettið = donde está el WC

Ég er að segja þér það ÍA er gott fótboltalið = Su IA verdadero es un buen equipo del balompié

Þarftu jólasvein á hótelið þitt = Usted necesita a Papá Noel en su hotel

Jæja elsku vinur ef að það eru fleiri settningar sem þú vilt fá hjálp með þá endilega sendu þær á mig og ég skelli þeim yfir á spænsku.

 
At 9/5/06 10:47 f.h., Blogger Hildur said...

Frábært að þið skuluð vera á leið til Spánar. Arriba!!

Nú, þegar þú ert hætt að hafa áhyggjur af því hvort þú munir lenda við hliðina á ungabarni í flugvélinni, prófaðu þá að skoða svipinn á fólki í vélinni þegar þú gengur inn með litla drenginn. Það verður sennilega beinlínis hrætt að sjá þegar það sér þennan yndislega litla pilt þramma inn í vélina.

Leitt annars að þú skulir vera í burtu á afmælinu mínu eftir viku, ég ætlaði að bjóða Ásberghill í Betty crocker.

 
At 11/5/06 5:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ohh en gaman! hvar verðið þið famelían á spáni?

 
At 12/5/06 2:50 e.h., Blogger Ásdís said...

Ekki í nágrenni við þig Bryndís, því miður. Við verðum í Alicante og Calpe.

 
At 22/5/06 1:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

jaeja, mátti reyna :)

 

Skrifa ummæli

<< Home