Verano grande
Það má með sanni segja að skammt sé stórra högga á milli í fjölskyldunni. Ber þá helst að nefna að ég verð móðursystir á næstu vikum. Dreymdi um daginn að barnið ætti að heita Ásbjörn eftir mér og pabba. Fannst það bara hreint ekki svo galið...svo vaknaði ég :) Næsta titil hlýt ég 25. júní, þá verð ég prestmaddama og Guðni séra Guðni. Ég er þegar búin að panta tíma í lagningu og er að læra að búa til hinn fullkomna prestmaddömumarengs. Og ég er farin að æfa mig í að kalla Guðna "séra minn".
Ekki er ég alveg laus við titlatogið því sumarið verður ekki á enda fyrr en ég fæ að njóta mín sem yfirbrúðarmær í brúðkaupi systur minnar. Ég á reyndar eftir að telja hana inn á að leyfa mér það og kaupa handa mér lillabláan satín og tjullsprengjukjól og litla kórónu í stíl við hennar stóru. Ég spyr hana bara mitt í ljósbleika ný-móður stemmingunni og Bob er frændi þinn.
Eins og ber að skilja erum við spennt fyrir stóru sumri en hefðum svo gjarnan viljað hafa pabba gamla með á mikilvægum mómentum.
3 Comments:
Þau verða sko ekki hversdagsleg, ÁsBerg&Hill boðin hjá þér eftir að þú ert orðin prestmaddamma, enda væri það ekki við hæfi. Nei það verða bara koníakslegnar hnallþórur og púns. Mér finnst svo gaman og fínt að drekka púns.
En heldurðu að þú gætir hugsanlega kíkt í ÁsBerg&Hill boð í lítilli stúdíóíbúð í 101 áður en þú ert orðin prestmaddamma? Mér er farið að sakna ykkar :*-(
Veit systir þín hvað hún er að kalla yfir sig ef þú verður yfirbrúðarmeyja?
hvernig er púns? já mér líst vel á að prestmaddaman á Rassgatsstöðum bjóði einhvern tíma Freyjunum heim til sín. Prestmaddama er ávalt með heitt á könnunni og tilbúnar hnallþórur í frystinum (eða frystirinum, haha) sem þarf bara að afþíða og skella rjóma á. Ekkert smá margt að gerast þetta sumar. Ég óska jólasveininum líka til hamingju með tilvonandi útskrift. Hef ég sagt ykkur að ég hætti að trúa á jólasveininn í fyrra. Gummi sagði mér að þetta væru menn í búningum með gerviskegg en ég trúi enn í laumi. Og að lokum, þá verður stoltur pabbi þinn að sjálfsögðu með ykkur á þessum mikilvægum mómentum:) Ætli hann hafi kannski eitthvað stjórnað þessum draumi þínum með Ásbjörnsnafnið?
Skrifa ummæli
<< Home