Tími fyrir Eurovision
Já enn eitt árið er komin fiðringur í mannskapinn. Allir farnir að velja sér eitthvað glatað lag til að halda með, sem verður gleymt og grafið á nó tæm. Ég segji Rússland í þetta sinnið.
Og svo er það auðvitað Ísland. Ég þori ekki að segja það, ég þori varla að segja það. Á ég að þora að segja það? Ég er komin með pínu ogguponsu leið á Silvíu Nótt :( Nei djók, ég ætla að halda í mér fram yfir keppnina og finnast hún alveg frábærlega fyndin í smá tíma í viðbót. Ég er ekki alveg eins viss í minni sök eins og Hildur Edda, ég held hún geti alveg meikað það upp í úrslit. Og eins og sönnum íslendingi sæmir verð ég á meginlandi Evrópu þannig að ég geti kosið Silvíu.
1 Comments:
Það þykir mér sýnt að við eigum ekki séns í úrslitin í evróvisjón. Ég er annars líka komin með leið á Silvíu, þetta var smá fyndið á meðan þetta var ennþá sjokkerandi.
Ég hef líka verið í þínum sporum, og ég kaus bæði Angel og Open your heart frá Spánverjalandi. Pældu í því.
Skrifa ummæli
<< Home