sunnudagur

Súrar samfellur

Við hjónin vorum farin að hafa áhyggjur. Þurrkarinn sem Guðni dró í bú fyrir um ári síðan var hættur að þurrka. Þetta þótti okkur báðum miður, en kunnum engin ráð. Vorum jafnvel farin að ræða að hringja á viðgerðarmann þar sem heilu stæðurnar af handklæðum lágu rök á litlu snúrunum okkar og óviðfeldin lykt farin að finnast af líninu, sem ekki fékk að þorna í friði. En þá datt mér algert snilldarráð í hug. Eitthvað sem okkur hafði bara ekki hugkvæmst fyrr. Það var að lesa leiðbeiningarnar af þurrkaranum. Þar stóð stórum stöfum að maður yði að hreinsa ristina fyrir loftinntakinu eftir þrítugasta hvern þvott, annars fylltist hún af ló og stíflaðist. Okkur reiknast til að við hefðum notað vélin eigi sjaldnar en 200 sinnum. Viti menn, ristin okkar var svo full af handklæðaleifum og öðru rusli að minnsta loftögn hefði vart komist í gegnum hana. Eftir hreinsun virkar þurrkarinn sem aldrei fyrr. Auðvitað erum við hjónin furðu lostin að tækin í kringum okkur skuli ekki vera fullkomlega sjálfbær. Viðhald? Það er eitthvað sem Sirrý talar um við bitrar fráskildar konur.

2 Comments:

At 1/8/06 10:09 f.h., Blogger Hildur said...

Ég skil þig mjög vel, einhverra hluta vegna er ég líka með einhverja fóbíu gagnvart lestri leiðbeininga með raftækjum. Ég fæ bara illt í hausinn þegar ég reyni. Nei þá er nú betra að hringja bara í dr.Laundry-Feelgood og láta hann laga bágtið.

 
At 8/8/06 11:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Kæra frænka

Innilega til hamingju með daginn
Bið að heilsa feðgunum.

Hildur B.

 

Skrifa ummæli

<< Home