miðvikudagur

Trönuhjallinn fær yfirhalningu

Við hjónin höfum hug á að breyta um stíl í íbúðinni okkar og ætlum að snúa okkur til naumhyggju. Allir vasar, stjakar, dúkar, blóm og lampar verða fjarlægðir svo eftir standa bara allra nauðsynlegustu húsgögn og naglfastar myndir. Ástæðan er ekki sú að okkur líki ekki lengur við hlutina okkar. Nói er hinsvegar farinn að skríða og eigum við í fullu tré við að hlaupa til og frá með allskyns muni. Krúsumallinn er reyndar orðinn svo skæður að við þyrftum helst að ganga um allsber, gleraugnalaus og krúnurökuð ef við ættum að komast í gegnum daginn án meiriháttar skemmdarverka og fjörtjóns. Ég kenni Guðna alfarið um að hafa búið til svona aktíft barn, ég var þæg og föndraði alla mína barnæsku.

4 Comments:

At 12/7/06 7:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég vil bara staðfesta það að Guðni Már var mjög virkur á þessum aldri ef bara ekki ofvirkur . Þannig að sennilega sækir Nói þetta til hans!!!!!!!!!!!!

 
At 13/7/06 10:14 f.h., Blogger Hildur said...

Þið verðið sjálfssagt misskilinn og fólk heldur að þið séuð ein af þessum nýtískulegu og framsæknu hjónum sem búa í frystikistum.

Þar sem ég hef sambönd, má ég ekki vaða inn til ykkar með ljósmyndara og taka svona "innlit" á ykkur? Og segja á innsoginu "Jaaaaá - mínimalisminn ræður ríkjum hér, en smart!"

En það yrði sennilega eftir að ég hefði tekið hús á prestfrúnni með bakkelsið...

 
At 21/7/06 11:36 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég hélt að pífugluggatjöld og heklaðar dúllur væru standardbúnaður hjá prestfrúm. Verður okkur ekki bráðum boðið í heimsókn að skoða huggulegheitin?
Berglind

 
At 2/8/06 3:09 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ sæta... Þú ert svo góður penni, þú verður að nota hæfileikann þinn og verða blaðamaður eða rithöfundur. ekki spurning. En mikið er ég glöð að krúsí mann er farinn að skríða :) það er mottan sem við keyptum , ég er alveg viss. En í sambandi við nýja stýlinn þá segir mamma mím að maður eigi ekki að taka neitt í burtu "Börninn verða að læra að þau meiga ekki taka" Og hún vill meina að það virkaði vel með mig. En í ljósi þess að fyrst setninginn sem ég sagði var "Allt kjurt" er ég ekki viss um að það hafi haft svo góð áhrif á persónulega þróunn mína. ha ah aha. En ég veit enþá að maður á að láta allt kjurt og ber allt of mikla virðingu fyrir dauðu drasli.
En so woht. Ég er nú eingu að síður nokuð glöð í grunnin.
Bestu kveðjur frá Bremen. Margrét Rós.

 

Skrifa ummæli

<< Home