sunnudagur

Orlofið á enda

Þá er maður aftur farinn að skila einhverju í ríkiskassann og hætt að vera bótamella. Ég lærði mikilvæga staðreynd um sjálfa mig á meðan á orlofinu stóð...ég er ekki tilbúin til að gerast heimavinnandi húsmóðir. Gráu sellurnar hrörna beinlínis!
En í sumar hef ég þó alls ekki setið inni og gónt á Neighbours. Neibb, manni, barni, mér og bíl var druslað um landið í nokkrum ógleymanlegum ferðum. Hér má sjá myndir af því öllu saman. Austurland, Vestmanneyjar og fleira

3 Comments:

At 21/8/06 11:45 f.h., Blogger Hildur said...

Þú ert kannski ekki bótamella en þó starfsmaður hjá hinu opinbera. Þannig að í raun ertu enn að þiggja péninga frá ríkinu, þótt ekki sé hann í bótaformi.
Svona er ég mikill kverúlant.

 
At 22/8/06 4:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nói er sætastur! takk fyrir síðast og mér er alveg sama þó þú hafir ekki meiri sjálfsbjargarviðleitni en raun ber vitni.
Bergindýr

 
At 23/8/06 7:59 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl vertu! Alltaf gaman að skoða myndir af litla sæta frænda. Ég má til með að hrósa þér fyrir góða virkni á síðunni, það er annað en má segja um hann frænda minn hann sérann, en kannski upptekinn maður þar á ferð ;-) bið að heilsa, bestu kveðjur frá Köben

 

Skrifa ummæli

<< Home