Orlofið á enda
Þá er maður aftur farinn að skila einhverju í ríkiskassann og hætt að vera bótamella. Ég lærði mikilvæga staðreynd um sjálfa mig á meðan á orlofinu stóð...ég er ekki tilbúin til að gerast heimavinnandi húsmóðir. Gráu sellurnar hrörna beinlínis!
En í sumar hef ég þó alls ekki setið inni og gónt á Neighbours. Neibb, manni, barni, mér og bíl var druslað um landið í nokkrum ógleymanlegum ferðum. Hér má sjá myndir af því öllu saman. Austurland, Vestmanneyjar og fleira
3 Comments:
Þú ert kannski ekki bótamella en þó starfsmaður hjá hinu opinbera. Þannig að í raun ertu enn að þiggja péninga frá ríkinu, þótt ekki sé hann í bótaformi.
Svona er ég mikill kverúlant.
Nói er sætastur! takk fyrir síðast og mér er alveg sama þó þú hafir ekki meiri sjálfsbjargarviðleitni en raun ber vitni.
Bergindýr
Sæl vertu! Alltaf gaman að skoða myndir af litla sæta frænda. Ég má til með að hrósa þér fyrir góða virkni á síðunni, það er annað en má segja um hann frænda minn hann sérann, en kannski upptekinn maður þar á ferð ;-) bið að heilsa, bestu kveðjur frá Köben
Skrifa ummæli
<< Home