Framfarir
Nói tók sín fyrstu skref á laugardaginn, góð gjöf til foreldranna sem héldu upp á 10 ára byrja-saman-afmælið sitt þann dag. Upphófust mikil hróp og köll í stofunni og aumingja drengurinn var knúsaður í bak og fyrir. Ég veit að þetta er sjálfsögð framvinda hjá heilbrigðu barni, en fyrir mér eru þetta fréttir vikunnar. Til heiðurs göngugarpnum eru nokkrar nýjar og nýlegar myndir komnar á vefinn.
5 Comments:
Til hamingju með hvort tveggja - gönguhrólfinn og sambandsafmælið!
Nói er bæði sætur og klár og til hamingju með alltsaman. Ég man eins og gerst hafi í gær þegar við fórum niður í kösu að kaupa kleinu og kókómjólk (þe. ég, þú hefur sennilega keypt jarðarberjasvala) og einhver óskaði þér til hamingju með að vera búin að vera með Guðna í eitt ár. Mér fannst það geðveikt afrek og frekar töff - og finnst enn.
knús - Berglind
Ji dúdda mía, hvað drengurinn er orðinn krúttlegur,við Halli Bolli misstum okkur yfir myndunum. Til hamingju með áratugssamband, þið eruð búin að lifa saman miklar þjóðfélagsbreytingar, t.d. Hvalfjarðargöng, aldamót,gsm síminn varð almenningseign ofl. Svo má geta þess að Ólafur Ragnar var kjörinn forseti sama ár og þið hófuð samvistir og Séð og Heyrt kom fyrst út. Man að vísu ekki hvernig veðrið var það ár en ég hugsa að Salvar nokkur gæti svarað því. Þið eruð flott par í fínu formi ( smá séð og heyrt fílingur) Kær kveðja Hildur Eir
Takk fyir yndislegar myndir elsku Ásdís mín.
Þið eruð alveg ótrúlega falleg öll þrjú. Mikið hlakkar mig til að sjá þig um jólinn og ég vona að þú komir í heimsókn til mín.
Margrét Rós
Hann er svo ofursætur þetta barn :) Endalaust brosandi :)
Kíki reglulega hingað inn og hef gaman af :)
Kveðja,
Þóra Jenny.
Skrifa ummæli
<< Home