laugardagur

Kvikmyndahátíð

Þegar maður fer á kvikmyndahátíðina er alltaf svolítið happdrætti á hvernig mynd maður lendir því oftar en ekki veit maður lítið fyrifram um efnistök og gæði. Einu sinni fékk Guðni að velja mynd á IIFF. Vildum fara á einhverja voða huggulega og hann heimtaði að fara á Happiness...aðþví nafnið hljómaði svo heppilega. Þeir sem hafa séð myndina geta hlegið að óförum okkar því myndin er kolsvört og sjúk. Nafnið algert andheiti. Í gær fékk ég að velja mynd. Ugla sataði milli þriggja mynda og fyrir valinu varð The sisters. Í upphafi myndarinnar kom texti sem sagði að hún væri byggð á leikritinu Þrjár systur eftir Chekhov. *þreytustuna* Leikriti sem við Guðni höfum setið yfir tvisvar sinnum, og bæði skiptin meikuðum við alla sýninguna með herkjum. Þannig að við áttum ekki von á góðu. En viti menn, við skemmtum okkur konunglega. Fínn leikur. Hlegið upphátt oft í salnum. *** (og kannski hálf í viðbót)

3 Comments:

At 2/9/06 9:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það gleður mig að eiga menningarlega vinkonu sem hefur tvisvar setið yfir leikriti sem ég hef réttsvo heyrt um. Áttu ennþá ársmiða í leikhúsið?
Berglind

 
At 3/9/06 9:32 e.h., Blogger Ásdís said...

Neih, það var bara þegar ég var flottræfill í menntó.

 
At 4/9/06 11:21 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Berglind, hvað ætli Ásdís hafi farið tvisvar sinnum á mörg leikrit þá..?

kv, Hildur Edda

 

Skrifa ummæli

<< Home