föstudagur

Tannlæknaferð
Ég hef farið tvisvar á ári í Valhöll (sem er í raun full tannlæknum en ekki sjálfstæðismönnum) síðan ég fór að taka tennur. Í dag fór ég eina slíka ferð með mömmu. Ég fer alltaf með mömmu. Það er gert af sparnaðarástæðum enda kostaði ferðin í dag á við mánaðarlaun þriðjaheimsfjölskyldu. Ég kyssti mömmu bara vel fyrir. Núna eru sennilega margir sem hvá, enda löngu farnir að fara sjálfir til tannsa. En ég er dekurrófa og mamma veit að ég myndi ekki tíma að fara í regluglegt tékk sjálf. Það er slæmt því í dag var mikið gert í stólnum. Borað, lakkað, og teknar myndir. Það versta var þó að tannsi sagði að ég væri með tannstein! Tannstein! Ér ég einhver gamlingi eða hvað?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home