þriðjudagur

Verndum Ástþór
Ég veit ekki hvert ég ætlaði þegar ég sá skinnið hann Ástþór Magnússon í sjónvarpinu áðan. Allur útataður í tómmatsósu og öskuillur. Hvar værum við ef ekki væru til menn eins og hann? Við meigum ekki þagga niður í mönnum sem hafa jafn mikið skemmtanagildi! Þetta er dýrategund í útrýmingarhættu! Mér finnst þetta vera málefni sem Vinstri Grænir ættu að taka að sér; verndun sjaldgæfra sérvitringa! Þeir eru náttúruauðlind í sjálfu sér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home