þriðjudagur

Ánægjulegar stundir með Jane
Við Jane hlæjum saman uppi í rúmi um þessar mundir. Nei, ég er ekki komin með hjákonu heldur er ég að lesa fyrir BA-ritgerðina. (já, ég er enn að) Þessa stundina er það Emma blessunin sem kitlar hláturtaugarnar. Það versta við góðan söguþráð er að þegar maður hefur einu sinni lesið hann þá getur hann ekki komið manni á óvart aftur. Þess vegna veit ég að Emma getur bara hætt að vera svona önug við Mr. Knightley því þau munu enda saman. En þess í stað nýt ég listilega vel skrifaðs texta og undirliggjandi kaldhæðni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home