mánudagur

Nýjasta nýtt
Af okkur héðan af Nesinu er það helst að frétta að Guðni getur ekki borðað af fagurgrænu leirtaui og ég hef verið úrskurðuð vel heyrandi af sérfræðingi (!!!). Það síðarnefnda kemur öllum vinum og vandamönnum verulega á óvart enda vita allir að ég heyri ekki baun. Þó hlýt ég að fagna nýfundinni heyrn. Doksi benti mér á að stinga heyrnartappa í eyrað þegar ég fer á Kiss tónleika í höllinni. Og ég sem var einmitt að kaupa miða!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home