Um aðventuljósin beinu
Í húsum foreldra minna hefur alltaf verið sett upp sjö kerta aðventuljós eins og svomargir þekkja. Aðventljósið er þó frábrugðið flestum þar sem það er beint en ekki í boga eða brú. Eru allir fjölskyldumeðlimir stoltir af ljósinu beina og leika gjarnan þann leik á jólum að reyna að finna önnur slík í gluggum landsmanna þegar keyrt er á milli jólaboða. Þá er kallað "beint" og allir vita hvað það merkir. Það kom því ekki annað til greina en að ég fengi mér beint. Og ég fann það í gær í Europris. Þráðbeint. Hlakka til að setja það í stofugluggann.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home