mánudagur

Í óæðri endan
Ég þurfti fjórar sprautur af ýmsu tagi til að vera Thailandsfær. Og eftir að læknirinn var búinn að sprauta mig í sinnhvorn handlegginn þá mátti mín gjöra svo pent að gyrða niður um sig buxurnar og fá eina sprautu í hvora kinn. Þetta þótti mér skondið, enda ekki fengið rasssprautu síðan ég var ungabarn. Guðni var svo (ó)heppinn að hann þurfti bara tvær. En annars eru heilbrigðisfréttir af okkur ekki góðar. Guðni er illa haldin af bakverkjum og tekur gigtartöflur eins og gamall kall. Vonandi lagast það. Maður fer víst ekki bakveikur í bakpokaferðalag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home